Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2021 16:41 Marek Moszczynski, hinn ákærði í málinu, í dómsal í ásamt verjanda sínum og túlki í gær. Vísir/vilhelm Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira