Tristan Máni er 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2021 20:03 Tristan Máni Orrason, 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára strákur í Kópavogi getur gert ótrúlegustu hluti með fótbolta þegar kemur að kúnstum og leikjum með boltann. Hann getur til dæmis gert armbeygjur um leið og hann leikur sér með boltann. Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær. Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær.
Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum