Teikna beina línu frá framboði Trumps til Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 23:34 Konstantin Kilimnik, Paul Manafort og Donald Trump. Vísir/FBI/EPA Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í gær að samstarfsmaður starfsmanna framboðs Donalds Trump, fyrrverandi forseta, útvegaði rússneskum leyniþjónustum gögn úr framboðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfest er að þeir Paul Manafort og Rick Gates útveguðu samstarfsmanni þeirra, Konstantin V. Kilimnik, gögn úr könnunum forsetaframboðs Trumps, sem hann útvegði svo rússneskum leyniþjónustum. Þetta var meðal þeirra spurninga sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, átti að svara. Málið bendir til beinna tengsla á milli framboðs Trumps og yfirvalda í Rússlandi, sem beittu sér í hag forsetans fyrrverandi. Í skjali frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær og fjallaði um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, segir að Kilimnik hafi fært Rússum upplýsingar um kannanir og stefnumál Trump-liða fyrir forsetakosningarnar 2016. Ráðuneytið segir einnig að Kilimnig hafi einnig ýtt undir þá samsæriskenningu að það hafi í raun verið ríkisstjórn Úkraínu, ekki Rússlands, sem hafði afskipti af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur heitið 250 þúsundum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Kilimnik. Paul Manafort, sem var um tíma kosningastjóri Trumps, var seinna meir dæmdur í fangelsi fyrir ýmis brot eins og banka- og skattsvik. Gates var aðstoðarmaður hans á þessum tíma. Trump náðaði Manafort í desember í fyrra. Í frétt New York Times er ítrekað að í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins eru engar sannanir færðar fyrir þeirri staðhæfingu að Kilimnik hafi fengið gögnin frá Manafort og fært þau ráðamönnum í Rússlandi. Þar að auki sé ekki útskýrt af hverju Manafort útvegaði Kilimnik gögnin. Fregnir hafa þó borist af því vestanhafs að Manafort hafi séð hag í því að koma sér í mjúkinn hjá auðjöfrum sem tengjast ríkisstjórn Rússlands. Þá myndu gögn sem þessi reynast Rússum vel varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þá hafa fregnir af fundum Manafort og Kilimnik lengi legið fyrir. Þar á meðal í skýrslu Mueller, eins og farið er yfir í frétt Washington Post. Þar kom fram að Manafort og Kilimnik hittust í New York í ágúst 2016 og þá hafi fyrstu gögnin verið afhent. Í kjölfarið hafi Manafort skipað Gates að senda Kilimnik reglulega gögn frá framboðinu. Rick Gates sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að gögnin sem Kilimnik hafi fengið hafi ekki verið leynileg. Þetta hafi verið einföld gögn úr könnunum framboðsins og aldrei nýjustu tölurnar. Þar að auki hafi þeir aldrei afhent Kilimnik upplýsingar um ætlanir framboðsins. Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Donald Trump Tengdar fréttir Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem staðfest er að þeir Paul Manafort og Rick Gates útveguðu samstarfsmanni þeirra, Konstantin V. Kilimnik, gögn úr könnunum forsetaframboðs Trumps, sem hann útvegði svo rússneskum leyniþjónustum. Þetta var meðal þeirra spurninga sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, átti að svara. Málið bendir til beinna tengsla á milli framboðs Trumps og yfirvalda í Rússlandi, sem beittu sér í hag forsetans fyrrverandi. Í skjali frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær og fjallaði um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, segir að Kilimnik hafi fært Rússum upplýsingar um kannanir og stefnumál Trump-liða fyrir forsetakosningarnar 2016. Ráðuneytið segir einnig að Kilimnig hafi einnig ýtt undir þá samsæriskenningu að það hafi í raun verið ríkisstjórn Úkraínu, ekki Rússlands, sem hafði afskipti af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur heitið 250 þúsundum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Kilimnik. Paul Manafort, sem var um tíma kosningastjóri Trumps, var seinna meir dæmdur í fangelsi fyrir ýmis brot eins og banka- og skattsvik. Gates var aðstoðarmaður hans á þessum tíma. Trump náðaði Manafort í desember í fyrra. Í frétt New York Times er ítrekað að í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins eru engar sannanir færðar fyrir þeirri staðhæfingu að Kilimnik hafi fengið gögnin frá Manafort og fært þau ráðamönnum í Rússlandi. Þar að auki sé ekki útskýrt af hverju Manafort útvegaði Kilimnik gögnin. Fregnir hafa þó borist af því vestanhafs að Manafort hafi séð hag í því að koma sér í mjúkinn hjá auðjöfrum sem tengjast ríkisstjórn Rússlands. Þá myndu gögn sem þessi reynast Rússum vel varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þá hafa fregnir af fundum Manafort og Kilimnik lengi legið fyrir. Þar á meðal í skýrslu Mueller, eins og farið er yfir í frétt Washington Post. Þar kom fram að Manafort og Kilimnik hittust í New York í ágúst 2016 og þá hafi fyrstu gögnin verið afhent. Í kjölfarið hafi Manafort skipað Gates að senda Kilimnik reglulega gögn frá framboðinu. Rick Gates sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að gögnin sem Kilimnik hafi fengið hafi ekki verið leynileg. Þetta hafi verið einföld gögn úr könnunum framboðsins og aldrei nýjustu tölurnar. Þar að auki hafi þeir aldrei afhent Kilimnik upplýsingar um ætlanir framboðsins.
Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Donald Trump Tengdar fréttir Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46
Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11