Eins og… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:00 Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun