„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 01:06 Fjölmargir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarnar vikur. Nýjasta sprungan er um 420 metra norðaustur af upphaflega gígnum sem sjá má á myndinni. Á þeim stað hafa margir virt gosið fyrir sér. Þar er nú sprunga. Vísir/Vilhelm Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði