Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það tólfta varð norðan Grindavíkur í júlí 2025.

Fréttamynd

Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hraðari af­lögun í Krýsu­vík en áður

Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður.

Innlent
Fréttamynd

Enn má búast við gosmóðu þó eld­gosinu sé lokið í bili

Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok.

Innlent
Fréttamynd

Mjög lítil virkni en mallar enn

Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. 

Innlent
Fréttamynd

Búast við gasi á höfuð­borgar­svæðinu og Akra­nesi

Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­legur fyrir­boði um goslok

Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað stór­hættu­legt“

Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Virknin minnkað þó á­fram gjósi

Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram gýs úr einum gíg

Gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur verið stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur áfram til austurs og suðausturs. Gosmengun berst til austurs og suðausturs í dag og gæti orðið vart víða á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð

Gosvirkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur hægt á sér síðan í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs. Hraunið dreifir sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum en lítil hreyfing er á ystu jöðrum þess.

Innlent