Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. Innlent 25.9.2025 17:02
Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og hefur verið á stöðugum hraða undanfarnar vikur. Frá síðasta eldgosi sem hófst 16. júlí hafa um tíu milljónir rúmmetra af kviku bæst aftur við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi. Innlent 23.9.2025 18:28
Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. Innlent 22.9.2025 14:29
Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður. Innlent 19. ágúst 2025 13:39
Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Innlent 7. ágúst 2025 12:02
Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Tveir skjálftar yfir þrír að stærð mældust á áttunda tímanum í morgun á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetrum suðvestur af Eldey. Innlent 6. ágúst 2025 08:34
Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok. Innlent 5. ágúst 2025 13:54
Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Innlent 5. ágúst 2025 11:51
Mjög lítil virkni en mallar enn Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. Innlent 5. ágúst 2025 06:18
Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Upp úr hádegi í dag féll gosóróinn frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni mjög snögglega niður og hefur verið mjög lítill síðan þá. Innlent 4. ágúst 2025 18:42
Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Gasmengun og gosmóða mældist í litlu mæli í Hvalfirði í gær og í nótt. Nokkur gosmóða mældist þá í Vík í Mýrdal. Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraun eldgossins við Sundhnúksgíga. Innlent 4. ágúst 2025 07:13
Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði. Innlent 3. ágúst 2025 07:21
Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Eldgosið á Reykjanesi heldur áfram af stöðugum krafti og bendir greining til þess að hraunið muni leita í átt að Innri Sandhól, þar sem ferðamenn hafa safnast saman. Þá mælist enn kvikusöfnun undir Svartsengi. Innlent 1. ágúst 2025 13:19
Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og virðist nokkuð stöðugt. Gosmóðu varð vart í litlum mæli á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu í nótt. Innlent 1. ágúst 2025 06:57
Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Enn mallar í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni og engar verulegar breytingar hafa orðið á virkni eða hraunútbreiðslu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 31. júlí 2025 06:24
Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist stöðug í nótt og lítil gasmengun og gosmóða mælst. Aðeins er farið að mælast af SO2 gasi í Garðabæ og Hvalfirði en styrkurinn er enn vel innan heilbrigðismarka. Innlent 30. júlí 2025 06:35
Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. Innlent 29. júlí 2025 10:22
Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29. júlí 2025 06:21
„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Innlent 28. júlí 2025 23:18
Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Virkni hefur verið nokkuð stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni frá því í gærmorgun en gat opnaðist á gígnum í gær og í gærkvöldi byrjaði að gjósa lítillega úr opinu. Innlent 28. júlí 2025 06:25
Virknin minnkað þó áfram gjósi Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs. Innlent 27. júlí 2025 07:25
Áfram gýs úr einum gíg Gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur verið stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur áfram til austurs og suðausturs. Gosmengun berst til austurs og suðausturs í dag og gæti orðið vart víða á Suðurlandi. Innlent 26. júlí 2025 07:20
Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Virni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur hægt nokkuð á sér frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraun rennur til austurs og suðausturs. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum. Innlent 25. júlí 2025 06:11
Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Gosvirkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur hægt á sér síðan í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs. Hraunið dreifir sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum en lítil hreyfing er á ystu jöðrum þess. Innlent 24. júlí 2025 15:49