Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:34 Yfirgefinn leikvöllur við grunnskólann í Grindavík. Börn þaðan hafa dreifst vítt og breitt um landið í að minnsta kosti tæplega sjötíu grunnskóla. Vísir/Vilhelm Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur. Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga. Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira
Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga.
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira