Fjölskyldan fari saman í sumarfrí Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. mars 2021 11:31 Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar