Hvað er að frétta af framkvæmd tollalaga? Erna Bjarnadóttir skrifar 22. mars 2021 10:02 Fyrir um það bil ári hóf undirrituð athugun á ýmsum málum varðandi tollafgreiðslu landbúnaðarvara. Athyglin beindist sérstaklega að tiltekinni vöru, rifnum osti, sem allt benti til að væri skráð í innflutningsskýrslur sem jurtaostur og því án tolla sem mjólkurostar almennt bera. Var athugasemdum þessa efnis komið á framfæri á vordögum 2020. Til að gera langa sögu stutta var staðfest með bréfi tollgæslustjóra þann 23. júní 2020 að athugasemdirnar væru réttmætar. Orðrétt segir þar þar: „Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla.“ Jafnframt felldi fjármálaráðuneytið niður auglýsingu nr. 52/2020 sem gaf innflutningsfyrirtækjum kost á að flytja inn mjólkurost sem „jurtaost“ án nokkurra tolla. Misræmi í upplýsingum um viðskipti Í framhaldsathugun kom enn fremur í ljós að verulegt misræmi var á innflutningsmagni margra landbúnaðarvara til Íslands og tölum um útflutt magn sömu vara til Íslands frá okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig var meira flutt út af ýmsum vörum sem bera tolla hingað til lands frá viðskiptalöndum okkar en inn til Íslands. Þetta furðulega misræmi vakti athygli Alþingis og fjármálaráðuneytið hóf skoðun á málinu. Nú liggur fyrir viðurkenning fjármálaráðuneytisins á að ekki sé allt með felldu eins og kemur fram í tveimur minnisblöðum þess sem finna má hér og hér. Það er vitanlega sjálfstætt umhugsunarefni að skjal um þetta mál frá æðstu stjórn ríkisins beri heitið „Auka þarf nákvæmni í skjölun og eftirfylgni tollafgreiðslu vegna innfluttra landbúnaðarafurða“. Um tollafgreiðslu gilda lög þar sem skráning í tollflokka er á ábyrgð innflytjenda. Þar að auki eru til lög um opinber skjalasöfn sem mæla fyrir um söfnun og vörslu skjala sem hið opinbera reisir m.a. ákvarðanatöku sína á, s.s. álagningu tolla. Enn kostulegra er þó þegar stjórnvöld reyna að klóra í bakkann með því að halda því fram að misræmið gangi í „báðar áttir“. Það liggur í augum uppi að sé skráður minni innflutningur í magni í t.d. tollflokk fyrir osta, en fór út frá viðskiptalandinu, hefur farið minna út af jurtaosti frá því viðskiptalandi sem í hlut á og meira af osti í réttum tollflokki. Þetta virkar jú ósköp einfaldlega eins og debet og kredit. Augljós áhrif af réttri framkvæmd Aftur að niðurstöðu tollgæslustjóra frá 23. júní 2020. Ætla mætti að hann hefði komið framkvæmd tollskráningar og innheimtu tolla umsvifalaust í rétt horf eftir að ljóst var að misbrestur hefði orðið á. Svo er þó ekki að sjá þegar upplýsingar um innflutning á svokölluðum jurtaosti (tollskrárnúmer 2106.9068) eru skoðaðar. Þrír mánuðir júní, júlí og ágúst liðu og inn til landsins héldu áfram að flæða tugir tonna af osti sem tollafgreiddur var sem jurtaostur eins og ekkert hefði í skorist. Það var fyrst í september að það tók að draga úr þessu eins og sjá má að meðfylgjandi mynd. Hvað tafði hið opinbera stjórnvald, í þessu tilfelli Skattinn (áður Tollstjóraembættið) í að framfylgja réttri tollflokkun? Hvernig líður rannsókn þeirra mála sem upp komu í kjölfarið? Hvers vegna þarf Alþingi að stíga inn í svona mál og krefjast um það skýrslu Ríkisendurskoðunar, sjá hér Stjórnvöldum ber að framfylgja lögum Lög landsins eru sett af löggjafanum og framkvæmdavaldinu ber að framfylgja þeim. Í því skyni hefur verið komið upp stórum og miklum stofnunum og til þeirra veitt fé til að ráða starfsfólk og kaupa búnað. Jafnframt hafa þær með lögum sérstakar heimildir til að krefja fyrirtæki og einstaklinga um upplýsingar. Það er alvarlegt umhugsunarefni að atburðarás eins og sú sem hér hefur verið lýst geti komið upp. Mikil og jafnvel langvarandi brot á tollalögum virðast hafa átt sér stað. Einkaaðilar eins og hagsmunasamtök bænda benda síðan yfirvaldinu á að hér kunni að vera pottur brotinn. Í stað þess að fagna aðstoðinni bregst yfirvaldið við seint og illa. Nú ári síðar eru enn starfshópar að störfum og Ríkisendurskoðun að taka málið út. Það ríkir því enn óvissa um að þetta mál sé komið í viðunandi farveg. Upplýsingar fást ekki um mikilvæg mál Þann 4. ágúst 2020 beindi ég erindi til Skattsins þar sem óskað var eftir upplýsingum um magntölur fyrir eftirfarandi: Upprunamerktan ost innan þess afmarkaða tollkvóta Annan ost frá ESB löndum innan tollkvóta Ost frá Noregi sem fellur undir tollkvóta fyrir Noreg Ost sem fluttur er inn samkvæmt auglýstum tollkvóta á grundvelli WTO samningsins Annan innfluttan ost sem greiddir eru tollar af samkvæmt gildandi tollskrá Nú sjö mánuðum síðar hefur enn ekkert svar borist. Það á ekki að þurfa að taka það fram að telji Skatturinn að eitthvað annað stjórnvald eigi að svara þessu (sem ég fæ þó ekki komið auga á) ber þeim að áframsenda erindið samkvæmt stjórnsýslulögum. Hvers vegna er ekki hægt að svara fyrirspurn sem þessari þegar hliðstæð tölugögn er hægt að nálgast frá degi til dags í viðskiptalöndum okkar? Hvað tefur málið enn? Í herbúðum bænda er farið að gæta óþreyju vegna þessa máls. Fjármálaráðherra setti í janúar enn einn starfshópinn til starfa í þessu máli sem engar fréttir eru enn af. Þar eru menn líka mest að rannsaka sjálfa sig og hvern annan ef dæma má af samsetningu hópsins. Þar sitja fulltrúi fjármálaráðuneytis sem væntanlega er að spyrja sjálfan sig að því hvers vegna fjármálaráðuneytið varð að fella niður fjögur tollskrárnúmer með auglýsingu nr. 52/2020. Sjálfstæð spurning er hvað er að frétta af innflutningi samkvæmt þessum tollnúmerum þær þrjár vikur sem þau voru í gildi. Fulltrúi Hagstofunnar er væntanlega að spyrja sjálfan sig hvers vegna Hagstofan hafi aldrei reynt að bera tölur um innflutning saman við útflutningstölur viðskiptalandanna og komist þannig að því að ekki væri allt með felldu. Þarna sitja einnig fulltrúar frá Skattinum og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en enginn óháður eða utanaðkomandi aðili til að spyrja gagnrýnna spurninga. Í þessu máli hefur verið brotið á mörgum og samkeppnisstaða þeirra sem brotið var á veikst að sama skapi. Áhugavert verður að fylgjast með þegar Samkeppniseftirlitið athugun á þeim samkeppnisbrotum. Þá hefur komið fram að Skatturinn er með ýmis mál þessu tengd til rannsóknar. Aðalmeðferð í einu slíku máli var 19. janúar sl. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Niðurstöðu þess er nú beðið sem og hvað stjórnvöld munu aðhafast áfram í þessu máli. Gríðarlegir hagsmunir eru hér undir og mikilvægt að eyða allri óvissu um þessa framkvæmd. Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil ári hóf undirrituð athugun á ýmsum málum varðandi tollafgreiðslu landbúnaðarvara. Athyglin beindist sérstaklega að tiltekinni vöru, rifnum osti, sem allt benti til að væri skráð í innflutningsskýrslur sem jurtaostur og því án tolla sem mjólkurostar almennt bera. Var athugasemdum þessa efnis komið á framfæri á vordögum 2020. Til að gera langa sögu stutta var staðfest með bréfi tollgæslustjóra þann 23. júní 2020 að athugasemdirnar væru réttmætar. Orðrétt segir þar þar: „Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla.“ Jafnframt felldi fjármálaráðuneytið niður auglýsingu nr. 52/2020 sem gaf innflutningsfyrirtækjum kost á að flytja inn mjólkurost sem „jurtaost“ án nokkurra tolla. Misræmi í upplýsingum um viðskipti Í framhaldsathugun kom enn fremur í ljós að verulegt misræmi var á innflutningsmagni margra landbúnaðarvara til Íslands og tölum um útflutt magn sömu vara til Íslands frá okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig var meira flutt út af ýmsum vörum sem bera tolla hingað til lands frá viðskiptalöndum okkar en inn til Íslands. Þetta furðulega misræmi vakti athygli Alþingis og fjármálaráðuneytið hóf skoðun á málinu. Nú liggur fyrir viðurkenning fjármálaráðuneytisins á að ekki sé allt með felldu eins og kemur fram í tveimur minnisblöðum þess sem finna má hér og hér. Það er vitanlega sjálfstætt umhugsunarefni að skjal um þetta mál frá æðstu stjórn ríkisins beri heitið „Auka þarf nákvæmni í skjölun og eftirfylgni tollafgreiðslu vegna innfluttra landbúnaðarafurða“. Um tollafgreiðslu gilda lög þar sem skráning í tollflokka er á ábyrgð innflytjenda. Þar að auki eru til lög um opinber skjalasöfn sem mæla fyrir um söfnun og vörslu skjala sem hið opinbera reisir m.a. ákvarðanatöku sína á, s.s. álagningu tolla. Enn kostulegra er þó þegar stjórnvöld reyna að klóra í bakkann með því að halda því fram að misræmið gangi í „báðar áttir“. Það liggur í augum uppi að sé skráður minni innflutningur í magni í t.d. tollflokk fyrir osta, en fór út frá viðskiptalandinu, hefur farið minna út af jurtaosti frá því viðskiptalandi sem í hlut á og meira af osti í réttum tollflokki. Þetta virkar jú ósköp einfaldlega eins og debet og kredit. Augljós áhrif af réttri framkvæmd Aftur að niðurstöðu tollgæslustjóra frá 23. júní 2020. Ætla mætti að hann hefði komið framkvæmd tollskráningar og innheimtu tolla umsvifalaust í rétt horf eftir að ljóst var að misbrestur hefði orðið á. Svo er þó ekki að sjá þegar upplýsingar um innflutning á svokölluðum jurtaosti (tollskrárnúmer 2106.9068) eru skoðaðar. Þrír mánuðir júní, júlí og ágúst liðu og inn til landsins héldu áfram að flæða tugir tonna af osti sem tollafgreiddur var sem jurtaostur eins og ekkert hefði í skorist. Það var fyrst í september að það tók að draga úr þessu eins og sjá má að meðfylgjandi mynd. Hvað tafði hið opinbera stjórnvald, í þessu tilfelli Skattinn (áður Tollstjóraembættið) í að framfylgja réttri tollflokkun? Hvernig líður rannsókn þeirra mála sem upp komu í kjölfarið? Hvers vegna þarf Alþingi að stíga inn í svona mál og krefjast um það skýrslu Ríkisendurskoðunar, sjá hér Stjórnvöldum ber að framfylgja lögum Lög landsins eru sett af löggjafanum og framkvæmdavaldinu ber að framfylgja þeim. Í því skyni hefur verið komið upp stórum og miklum stofnunum og til þeirra veitt fé til að ráða starfsfólk og kaupa búnað. Jafnframt hafa þær með lögum sérstakar heimildir til að krefja fyrirtæki og einstaklinga um upplýsingar. Það er alvarlegt umhugsunarefni að atburðarás eins og sú sem hér hefur verið lýst geti komið upp. Mikil og jafnvel langvarandi brot á tollalögum virðast hafa átt sér stað. Einkaaðilar eins og hagsmunasamtök bænda benda síðan yfirvaldinu á að hér kunni að vera pottur brotinn. Í stað þess að fagna aðstoðinni bregst yfirvaldið við seint og illa. Nú ári síðar eru enn starfshópar að störfum og Ríkisendurskoðun að taka málið út. Það ríkir því enn óvissa um að þetta mál sé komið í viðunandi farveg. Upplýsingar fást ekki um mikilvæg mál Þann 4. ágúst 2020 beindi ég erindi til Skattsins þar sem óskað var eftir upplýsingum um magntölur fyrir eftirfarandi: Upprunamerktan ost innan þess afmarkaða tollkvóta Annan ost frá ESB löndum innan tollkvóta Ost frá Noregi sem fellur undir tollkvóta fyrir Noreg Ost sem fluttur er inn samkvæmt auglýstum tollkvóta á grundvelli WTO samningsins Annan innfluttan ost sem greiddir eru tollar af samkvæmt gildandi tollskrá Nú sjö mánuðum síðar hefur enn ekkert svar borist. Það á ekki að þurfa að taka það fram að telji Skatturinn að eitthvað annað stjórnvald eigi að svara þessu (sem ég fæ þó ekki komið auga á) ber þeim að áframsenda erindið samkvæmt stjórnsýslulögum. Hvers vegna er ekki hægt að svara fyrirspurn sem þessari þegar hliðstæð tölugögn er hægt að nálgast frá degi til dags í viðskiptalöndum okkar? Hvað tefur málið enn? Í herbúðum bænda er farið að gæta óþreyju vegna þessa máls. Fjármálaráðherra setti í janúar enn einn starfshópinn til starfa í þessu máli sem engar fréttir eru enn af. Þar eru menn líka mest að rannsaka sjálfa sig og hvern annan ef dæma má af samsetningu hópsins. Þar sitja fulltrúi fjármálaráðuneytis sem væntanlega er að spyrja sjálfan sig að því hvers vegna fjármálaráðuneytið varð að fella niður fjögur tollskrárnúmer með auglýsingu nr. 52/2020. Sjálfstæð spurning er hvað er að frétta af innflutningi samkvæmt þessum tollnúmerum þær þrjár vikur sem þau voru í gildi. Fulltrúi Hagstofunnar er væntanlega að spyrja sjálfan sig hvers vegna Hagstofan hafi aldrei reynt að bera tölur um innflutning saman við útflutningstölur viðskiptalandanna og komist þannig að því að ekki væri allt með felldu. Þarna sitja einnig fulltrúar frá Skattinum og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en enginn óháður eða utanaðkomandi aðili til að spyrja gagnrýnna spurninga. Í þessu máli hefur verið brotið á mörgum og samkeppnisstaða þeirra sem brotið var á veikst að sama skapi. Áhugavert verður að fylgjast með þegar Samkeppniseftirlitið athugun á þeim samkeppnisbrotum. Þá hefur komið fram að Skatturinn er með ýmis mál þessu tengd til rannsóknar. Aðalmeðferð í einu slíku máli var 19. janúar sl. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Niðurstöðu þess er nú beðið sem og hvað stjórnvöld munu aðhafast áfram í þessu máli. Gríðarlegir hagsmunir eru hér undir og mikilvægt að eyða allri óvissu um þessa framkvæmd. Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar