Sjáðu mörkin: Dramatík, endurkoma og vítaspyrnukeppni þegar Valsmenn komust í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 14:26 Valsmenn höfðu góða ástæðu til að fagna í dag. Það var mikil dramatík þegar Valur og KR mættust á Origo vellinum í dag. KR-ingar komust í 3-0, en heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru eftir. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar voru það sem höfðu betur. Valsmenn eru því komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR Valur KR Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR
Valur KR Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira