Beitti barnsmóður sína ofbeldi er hún hélt á níu mánaða syni þeirra Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 17:56 Landsréttur staðfesti fangelsisdóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni sem réðst á barnsmóður sína í október árið 2018. Maðurinn var meðal annars fundinn sekur um brot í nánu sambandi, brot gegn barninu sem og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira