Yfir og allt um kring Hólmfríður Árnadóttir skrifar 19. mars 2021 09:30 Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar