Saga af bestu manneskju í heimi Ingileif Friðriksdóttir skrifar 16. mars 2021 13:32 Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar