Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:48 Lögreglan í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna lögregluaðgerða sem gripið var til við minningarsamkomu fyrir Everard á laugardaginn. EPA-EFE/ANDY RAIN Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum. England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum.
England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58