Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:00 Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir hefur áhyggjur af aukinni Fentanýl notkun. Vísir/Einar Árnason Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.” Fíkn Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.”
Fíkn Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira