Auðnir Íslands - fegurð eða fánýti? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun