Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. febrúar 2021 06:45 Fyrr í vetur féllu aurskriður á Seyðisfirði en nú voru þrjú hús í bænum rýmd vegna snjóflóðahættu. Vísir/Arnar Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira