Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. febrúar 2021 06:45 Fyrr í vetur féllu aurskriður á Seyðisfirði en nú voru þrjú hús í bænum rýmd vegna snjóflóðahættu. Vísir/Arnar Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira