Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 10:41 Höfuðstöðvar BBC í London. EPA/Andy Rain Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens. Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Kínverjar fara fram á afsökunarbeiðni og segja BBC meðal annars saka Kínverja um yfirhylmingu vegna nýju kórónuveirunnar. Þetta kemur í kjölfar þess að yfirvöld í Bretlandi felldu úr gildi útsendingarleyfi ríkismiðilsins kínverska, CGTN, í gær. Það var gert eftir að Ofcom, stofnun sem heldur utan um þau leyfi í Bretlandi, komst að þeirri niðurstöðu að Kommúnistaflokkur Kína færi í raun með ritstjórnarvald miðilsins. Nokkrum mínútum síðar gaf utanríkisráðuneyti Kína út yfirlýsingu þar sem störf BBC voru fordæmd. Í morgun sagði talsmaður ráðuneytisins svo að yfirvöld í Kína áskildu sér rétt til að grípa til nauðsynlegra aðgerða, samkvæmt frétt Reuters. Kínverjar hafa ekki aðgang að útsendingum BBC, en það sama má segja um fréttir flestra annarra fjölmiðla. BBC hefur þó gert út skrifstofu í Peking. Þrátt fyrir það að fólk geti ekki lesið fréttir miðilsins segir Reuters að hávær umræða hafi farið fram á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína, um að reka BBC eru landi. Breska dagblaðið Telegraph (áskriftarvefur) sagði frá því í gærkvöldi að yfirvöld í Bretlandi hefðu á undanförnu ári vísað þremur kínverskum njósnurum úr landi, sem hafi verið í Bretlandi sem blaðamenn. Auknar deilur ríkjanna Deilur Breta og Kínverja hafa aukist töluvert að undanförnu og þá sérstaklega vegna Hong Kong, sem var áður bresk nýlenda. Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Umfangsmikil mótmæli hafa farið farið fram í Hong Kong á undanförnu ári, eftir að Kommúnistaflokkurinn setti á sérstök öryggislög sem notuð hafa verið til að kæfa niður mótspyrnu og fangelsa fjölda manna. Sjá einnig: Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Önnur málefni sem ríkin hafa deilt um snúa um Huawei og með ferð Úígúra í Xinjianghéraði í Kína. BBC sagði til að mynda frá því í vikunni að konur hefðu orðið fyrir kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í Xinjianghéraði. Utanríkisráðuneyti Kína gaf þá út tilkynningu um að umfjöllunin ætti ekki við rök að styðjast og í ritstjórnarpistlum ríkismiðla eins og Global Times var því haldið fram að BBC hefði brotið gegn siðferðisreglum blaðamennsku með umfjölluninni. Undir lok ríkisstjórnar Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Kínverja um þjóðarmorð gegn Úígúrum. Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Ráðamenn í Kína svöruðu með því að segja Pompeo rottu og sökuðu hann um að skemma samband Kína við ríkisstjórn Joe Bidens.
Bretland Kína Fjölmiðlar Hong Kong Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira