„Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Baldur Björnsson skrifar 25. janúar 2021 13:00 Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun