400 milljóna sekt vegna brota Byko Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 20:30 Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Norvik, móðurfélag Byko, var í dag dæmt til þess að greiða 400 milljón króna stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Málið má rekja aftur til ársins 2010 þegar fyrirsvarsmenn Múrbúðarinnar sneru sér að Samkeppniseftirlitinu og tilkynntu því að Byko og Húsasmiðjan höfðu reynt að fá fyrirtækið til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Vorið 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingarvörum. Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun í málinu 15. maí 2015 þar sem Norvik var gert að greiða 650 milljón króna sekt í ríkissjóð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði þá stjórnvaldssekt niður í 65 milljónir eftir að málinu var skotið þangað. Málið fór næst fyrir héraðsdóm sem kvað upp dóm í maí 2018. Taldi dómurinn að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum og hækkaði sektina aftur upp í 400 milljónir. Þaðan var málinu áfrýjað til Landsréttar sem taldi brotin vissulega varða við ákvæði samkeppnislaga, en hafnaði því að beita ákvæðum EES-samningsins og var sektin lækkuð í 325 milljónir með dómi réttarins síðasta sumar. Brot Byko talin alvarleg Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag. Þar var farið yfir þau brot sem deilt var um og segir í niðurstöðu dómsins að brotin hafi getað torveldað öðrum keppinautum frá öðrum EES-ríkjum að ná fótfestu á þeim markaði er samráðið var. Markmiðið hafi verið að raska samkeppni. Þá segir jafnframt að fyrirtækin hafi verið í yfirburðastöðu á skilgreindum mörkuðum málsins, sem væri mikilvægur fyrir almenning. Brotin hafi því beinst að mikilsverðum hagsmunum neytenda og fram hafi komið einbeittur vilji til samráðs ef litið væri til símtals framkvæmdastjóra fagsölusviðs Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar, þar sem hvatt var til „víðtæks verðsamráðs“. „Í þessu símtali kemur fram einbeittur vilji til alvarlegs samráðs og fólst í því gróft brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Öll brot gagnáfrýjandans Byko ehf. voru alvarleg og fólu í sér skipulagt og kerfisbundið samráð milli fyrirtækja sem voru nánast einráð á þeim markaði sem brotin tóku til,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Taldi Hæstiréttur nauðsynlegt að tryggja varnaðaráhrif vegna brota gegn samkeppnislögum við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar og leit einnig til þess hversu lengi samráð fyrirtækjanna stóð. Var hæfileg sekt því ákvörðuð 400 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið segir niðurstöðuna þýðingarmikla „Dómur Hæstaréttar Íslands í dag hefur mikla þýðingu fyrir framþróun samkeppnisréttar á Íslandi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í tilkynningu á vef eftirlitsins. Segir hann dóminn undirstrika mikilvægi þess að fyrirtæki gæti ítrasta sjálfstæðis í starfsemi sinni og forðist „hvers konar samráð, samskipti og upplýsingamiðlun milli keppinauta sem dregið getur úr samkeppni“ sem geti leitt til tjóns fyrir almenning. „Þetta mál er einnig mikilvæg áminning til fyrirtækja sem nú eiga í rekstrarerfiðleikum, um að lausna á slíkum vanda er ekki að leita í hækkun verðs til viðskiptavina, í skjóli samkeppnishindrana.“ Dómsmál Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vorið 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingarvörum. Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun í málinu 15. maí 2015 þar sem Norvik var gert að greiða 650 milljón króna sekt í ríkissjóð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði þá stjórnvaldssekt niður í 65 milljónir eftir að málinu var skotið þangað. Málið fór næst fyrir héraðsdóm sem kvað upp dóm í maí 2018. Taldi dómurinn að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum og hækkaði sektina aftur upp í 400 milljónir. Þaðan var málinu áfrýjað til Landsréttar sem taldi brotin vissulega varða við ákvæði samkeppnislaga, en hafnaði því að beita ákvæðum EES-samningsins og var sektin lækkuð í 325 milljónir með dómi réttarins síðasta sumar. Brot Byko talin alvarleg Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag. Þar var farið yfir þau brot sem deilt var um og segir í niðurstöðu dómsins að brotin hafi getað torveldað öðrum keppinautum frá öðrum EES-ríkjum að ná fótfestu á þeim markaði er samráðið var. Markmiðið hafi verið að raska samkeppni. Þá segir jafnframt að fyrirtækin hafi verið í yfirburðastöðu á skilgreindum mörkuðum málsins, sem væri mikilvægur fyrir almenning. Brotin hafi því beinst að mikilsverðum hagsmunum neytenda og fram hafi komið einbeittur vilji til samráðs ef litið væri til símtals framkvæmdastjóra fagsölusviðs Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar, þar sem hvatt var til „víðtæks verðsamráðs“. „Í þessu símtali kemur fram einbeittur vilji til alvarlegs samráðs og fólst í því gróft brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Öll brot gagnáfrýjandans Byko ehf. voru alvarleg og fólu í sér skipulagt og kerfisbundið samráð milli fyrirtækja sem voru nánast einráð á þeim markaði sem brotin tóku til,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Taldi Hæstiréttur nauðsynlegt að tryggja varnaðaráhrif vegna brota gegn samkeppnislögum við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar og leit einnig til þess hversu lengi samráð fyrirtækjanna stóð. Var hæfileg sekt því ákvörðuð 400 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið segir niðurstöðuna þýðingarmikla „Dómur Hæstaréttar Íslands í dag hefur mikla þýðingu fyrir framþróun samkeppnisréttar á Íslandi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í tilkynningu á vef eftirlitsins. Segir hann dóminn undirstrika mikilvægi þess að fyrirtæki gæti ítrasta sjálfstæðis í starfsemi sinni og forðist „hvers konar samráð, samskipti og upplýsingamiðlun milli keppinauta sem dregið getur úr samkeppni“ sem geti leitt til tjóns fyrir almenning. „Þetta mál er einnig mikilvæg áminning til fyrirtækja sem nú eiga í rekstrarerfiðleikum, um að lausna á slíkum vanda er ekki að leita í hækkun verðs til viðskiptavina, í skjóli samkeppnishindrana.“
Dómsmál Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira