Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 08:41 Vinnuvikan styttist á leikskólum borgarinnar nú um áramótin í samræmi við kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Vistunartími barna í leikskólum Reykjavíkurborgar mun ekki skerðast og ekki eru gerðar breytingar á þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra þótt vinnuvikan hafi verið stytt í skólunum nú um áramótin. Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs.
Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira