112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. mars 2020 18:45 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Hlýjast suðaustantil Sundlaugargestur handtekinn Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Hlýjast suðaustantil Sundlaugargestur handtekinn Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira