Fréttir

Hélt ræðu gráti nær

Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni.

Innlent

Gripnir glóðvolgir með ís­lensk lundaegg í Hollandi

Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lunda­eggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar.

Innlent

Pútín auki ein­fald­lega stríðs­reksturinn verði hann ekki stöðvaður

Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun.

Erlent

Að­ferðum svipi til þeirra hjá Quang Le

Sérfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að rekstraraðilar naglastofa nýti sér glufu í kerfinu til að brjóta á réttindum fólks sem kemur hingað til lands til að starfa. Margt við starfsemina minni á starfshætti Quangs Lé sem lögregla hefur haft til rannsóknar í þrjú ár.

Innlent

Hyggst leggja af jafnlaunavottun í nú­verandi mynd

Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar.

Innlent

Kenna Trump-liðum um bæði rúllu­stigann og textavélina

Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann.

Erlent

Fram­kvæmdum að ljúka á gatna­mótum sem gera Ár­bæinga grá­hærða

Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Innlent

Ekki stað­fest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flug­um­ferð í Osló

Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn.

Erlent

Ekki pappírstígur heldur al­vöru björn

Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð.

Erlent

Bein út­sending: Jarð­hiti jafnar leikinn

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður með sérstaka jarðhitakynning vegna átaksins Jarðhiti jafnar leikinn klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni i beinu streymi.

Innlent

Vin­sælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna á­sakana um brot gegn ung­lings­stúlku

Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna.

Erlent

„Ég var svo­lítið bara sett til hliðar“

Ungri konu sem er lesblind, með ADHD og einhverf var talin trú um að skólinn væri ekki fyrir hana. Hún segir mikilvægt að börn í sömu stöðu gefist ekki upp. Þrátt fyrir að hafa rétt náð að ljúka grunnskóla og ekki farið í gengum framhaldsskóla útskrifaðist hún úr háskóla í vor. Hún brennur nú fyrir því að hjálpa öðrum í sömu stöðu.

Innlent

Æ fleiri Ís­lendingar velja að eignast ekki börn

Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn.

Innlent

Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir ný­græðingar“

Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár.

Erlent

Á­flog og miður far­sæl eldamennska

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar í gærkvöldi þegar áflog brutust út á knæpu. Þá kom lögregla einnig að málum þegar maður fór að berja á rúður öldurhúss í miðborginni, eftir að hafa verið vísað út.

Innlent