Traust á óvissutímum Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 24. mars 2020 09:09 Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun