Verjum störf í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 18. mars 2020 08:00 Við stöndum frammi fyrir snörpum samdrætti í efnahagslífinu vegna COVID-19 veirunnar og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við eins og hægt er. Bráðnauðsynlegt er að styðja við atvinnulífið til að verja störf og tryggja þannig afkomu heimilanna. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðapakka en lítið hefur heyrst frá sveitarfélögum. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafa um langt skeið verið í lögbundnu hámarki og lítill hljómgrunnur verið hjá meirihlutanum fyrir tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun þeirra. Nú sést bersýnilega hversu mikilvægt er að yfirvöld sýni hófsemi í skattheimtu, svo heimili og fyrirtæki hafi viðspyrnu þegar harðnar í búi. Tafarlaust ætti að lækka fasteignaskatta í borginni. Þar sem samdráttur er þegar skollinn á af fullum þunga þarf að ganga lengra til að draga úr áhrifum á fyrirtækin í borginni. Það er stórt hagsmunamál fyrir borgarbúa að geta snúið til vinnu eftir að þessu ástandi lýkur og fengið launagreiðslu í lok hvers mánaðar. Mest aðkallandi er að styðja við lausafjárstöðu fyrirtækja svo þau sem hafa styrkan efnahagsreikning geti staðið af sér storminn. Því ætti að grípa til sambærilegra aðgerða og ríkisstjórnin hefur boðað. Í borginni gætu þær falist í að veita fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum erfiðleikum í rekstri, vegna samdráttar tekna, svigrúm með greiðslufresti á fasteignagjöldum og öðrum gjöldum borgarinnar. Nú er tækifærið að vernda langtímahagsmuni borgarinnar með því að styðja við íbúa hennar og fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til aðgerðapakka til verndar störfum. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði er þar á meðal. Meirihlutinn hefur hingað til svarað þeirri tillögu með því að það eigi að gera það seinna. Eins og ég hef ítrekað bent á, þá verður það of seint. Nú er lag fyrir meirihlutann í borgarstjórn að samþykkja þessar tillögur okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir snörpum samdrætti í efnahagslífinu vegna COVID-19 veirunnar og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við eins og hægt er. Bráðnauðsynlegt er að styðja við atvinnulífið til að verja störf og tryggja þannig afkomu heimilanna. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðapakka en lítið hefur heyrst frá sveitarfélögum. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafa um langt skeið verið í lögbundnu hámarki og lítill hljómgrunnur verið hjá meirihlutanum fyrir tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun þeirra. Nú sést bersýnilega hversu mikilvægt er að yfirvöld sýni hófsemi í skattheimtu, svo heimili og fyrirtæki hafi viðspyrnu þegar harðnar í búi. Tafarlaust ætti að lækka fasteignaskatta í borginni. Þar sem samdráttur er þegar skollinn á af fullum þunga þarf að ganga lengra til að draga úr áhrifum á fyrirtækin í borginni. Það er stórt hagsmunamál fyrir borgarbúa að geta snúið til vinnu eftir að þessu ástandi lýkur og fengið launagreiðslu í lok hvers mánaðar. Mest aðkallandi er að styðja við lausafjárstöðu fyrirtækja svo þau sem hafa styrkan efnahagsreikning geti staðið af sér storminn. Því ætti að grípa til sambærilegra aðgerða og ríkisstjórnin hefur boðað. Í borginni gætu þær falist í að veita fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum erfiðleikum í rekstri, vegna samdráttar tekna, svigrúm með greiðslufresti á fasteignagjöldum og öðrum gjöldum borgarinnar. Nú er tækifærið að vernda langtímahagsmuni borgarinnar með því að styðja við íbúa hennar og fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til aðgerðapakka til verndar störfum. Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði er þar á meðal. Meirihlutinn hefur hingað til svarað þeirri tillögu með því að það eigi að gera það seinna. Eins og ég hef ítrekað bent á, þá verður það of seint. Nú er lag fyrir meirihlutann í borgarstjórn að samþykkja þessar tillögur okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar