Yfirvöld í Essex lýsa yfir neyðarástandi: Óska eftir aðstoð frá hernum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 18:38 Partur af vandamálinu í Essex er að sjúkrabifreiðar hafa verið sendar frá austurhluta Englands til Lundúna vegna ástandsins í höfuðborginni. epa/Andy Rain Neyðarástand er að skapast í Essex vegna Covid-19 faraldursins og hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til breska hersins um aðstoð. Essex er á efsta viðbúnaðarstigi en ástandið er hvergi verra á Englandi heldur en í suðurhluta sýslunnar. BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira