Helgustaðavegur lokaður vegna aurskriðu Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 11:17 Helgustaðavegur út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða. Fjarðabyggð Aurskriða féll á Helgustaðaveg, út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða, í nótt og er vegurinn því lokaður. Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar, en á vef Vegagerðarinnar má sjá að veginum hafi verið lokað „vegna náttúruhamfara“. Hættustig vegna skriðuhættu er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingarsvæði hefur verið stækkað. Óvissustig er í gildi á Austurlandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. „Mikil úrkoma var á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt og rýmingar því enn í gildi. Í gærkvöldi voru svæði stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf þar sem stærsta skriðan á þriðjudag féll. Fyrri skriðan féll upp úr kl. 1 og önnur stærri skriða féll um tveimur tímum seinna. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti um 50 m. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd. Rýmingar á Seyðisfirði verða áfram í gildi að minnsta kosti þar til á morgun. Gerð hefur verið áætlun um frekari rýmingar og útvíkkun á hættusvæði ef aðstæður versna. Þá féll skriða á Eskifirði, utan þéttbýlis, [Helgustaðavegur] en ekki er talin ástæða til frekari viðbragða þar að sinni. Áfram er vel er fylgst með aðstæðum. Ekki er heimilt að fara inn á rýmingarsvæðið á Seyðisfirði eins og sakir standa, en staðan verður endurmetin eftir birtingu. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu Íslands fyrir Austurland hefur verið framlengd til klukkan 20:00 í kvöld og þá tekur við gul viðvörun til klukkan 09:00 á laugardagsmorgun,“ segir í tilkynningunni. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig vegna skriðuhættu...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 18 December 2020 Fjarðabyggð Samgöngur Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar, en á vef Vegagerðarinnar má sjá að veginum hafi verið lokað „vegna náttúruhamfara“. Hættustig vegna skriðuhættu er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingarsvæði hefur verið stækkað. Óvissustig er í gildi á Austurlandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. „Mikil úrkoma var á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt og rýmingar því enn í gildi. Í gærkvöldi voru svæði stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf þar sem stærsta skriðan á þriðjudag féll. Fyrri skriðan féll upp úr kl. 1 og önnur stærri skriða féll um tveimur tímum seinna. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti um 50 m. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd. Rýmingar á Seyðisfirði verða áfram í gildi að minnsta kosti þar til á morgun. Gerð hefur verið áætlun um frekari rýmingar og útvíkkun á hættusvæði ef aðstæður versna. Þá féll skriða á Eskifirði, utan þéttbýlis, [Helgustaðavegur] en ekki er talin ástæða til frekari viðbragða þar að sinni. Áfram er vel er fylgst með aðstæðum. Ekki er heimilt að fara inn á rýmingarsvæðið á Seyðisfirði eins og sakir standa, en staðan verður endurmetin eftir birtingu. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu Íslands fyrir Austurland hefur verið framlengd til klukkan 20:00 í kvöld og þá tekur við gul viðvörun til klukkan 09:00 á laugardagsmorgun,“ segir í tilkynningunni. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig vegna skriðuhættu...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 18 December 2020
Fjarðabyggð Samgöngur Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira