Heimir og Rúnar hafa ekkert heyrt í KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 14:30 Rúnar og Heimir hafa ekkert heyrt í KSÍ varðandi þjálfarastarf A-landsliðs karla. Það sama má eflaust segja um Bjarna Guðjónsson [fyrir miðju]. VÍSIR/DANÍEL Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson hafa ekkert heyrt í Knattspyrnusambandi Íslands varðandi stöðu þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu. Í gær ræddi Arnar Þór Viðarsson við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar kom fram að hann hefði rætt við KSÍ um stöðu þjálfara A-landsliðs karla. Hann sagði þó að enn væru aðrir þjálfarar inn í myndinni. Hefur umræðan verið sú að annað hvort Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, gætu tekið við liðinu. Hvorugur þeirra hefur þó heyrt í KSÍ varðandi möguleika þess að taka við íslenska landsliðinu. „Maður segir aldrei nei við einu né neinu og það má skoða alla hluti. Það má það eins og annað. Ég vil sem minnst spá í svona hlutum þegar það er ekki búið að ræða við mann. Maður er ekkert að eyða of miklum tíma að spá og spekúlera,“ sagði Rúnar í stuttu spjalli við Fótbolti.net í dag. Heimir Guðjóns tók í sama streng fyrr í vikunni. „Það hefur enginn hringt í mig en ég er alltaf með símann opinn. Ég hef ósköp lítið spáð í þetta. Ef símtalið kemur þá liggur það í hlutarins eðli að menn vilji skoða svoleiðis dæmi. Það er ekki spurning,“ sagði Heimir í viðtali við Fótbolti.net. Heimir stýrði Val til sigurs í Pepsi Max deild karla sumarið 2020.Vísir/Bára „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi undir lok nóvembermánaðar. Sambandið þarf því að hafa hraðar hendur ef það ætlar að ráða mann áður en jólin ganga í garð. Fótbolti KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Í gær ræddi Arnar Þór Viðarsson við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar kom fram að hann hefði rætt við KSÍ um stöðu þjálfara A-landsliðs karla. Hann sagði þó að enn væru aðrir þjálfarar inn í myndinni. Hefur umræðan verið sú að annað hvort Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, gætu tekið við liðinu. Hvorugur þeirra hefur þó heyrt í KSÍ varðandi möguleika þess að taka við íslenska landsliðinu. „Maður segir aldrei nei við einu né neinu og það má skoða alla hluti. Það má það eins og annað. Ég vil sem minnst spá í svona hlutum þegar það er ekki búið að ræða við mann. Maður er ekkert að eyða of miklum tíma að spá og spekúlera,“ sagði Rúnar í stuttu spjalli við Fótbolti.net í dag. Heimir Guðjóns tók í sama streng fyrr í vikunni. „Það hefur enginn hringt í mig en ég er alltaf með símann opinn. Ég hef ósköp lítið spáð í þetta. Ef símtalið kemur þá liggur það í hlutarins eðli að menn vilji skoða svoleiðis dæmi. Það er ekki spurning,“ sagði Heimir í viðtali við Fótbolti.net. Heimir stýrði Val til sigurs í Pepsi Max deild karla sumarið 2020.Vísir/Bára „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi undir lok nóvembermánaðar. Sambandið þarf því að hafa hraðar hendur ef það ætlar að ráða mann áður en jólin ganga í garð.
Fótbolti KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17
Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16
Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55