Lögreglan bankaði upp á í beinni útsendingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2020 13:44 Lögregla bankaði upp á hjá Elísabetu Guðmundsdóttir lýtaskurðlækni fyrr í dag og boðaði hana til skýrslutöku vegna brots á sóttvarnarlögum. Atvikið átti sér stað á meðan Elísabet var í viðtali í beinni útsendingu á Harmageddon á X-inu 977. Mál Elísabetar, sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda, hefur vakið talsverða athygli eftir að hún kom til landsins á föstudaginn frá Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 daginn eftir. Fréttastofa greindi frá því fyrir um helgina að mál hennar væri komið inn á borð lögreglu. Í viðtalinu má heyra þegar lögreglumenn banka heima hjá henni og boða hana til skýrslutöku vegna máls sem lögreglan hefur til rannsóknar. Elísabet: „Hvað eruð þið að gera?“ Lögreglumaður: „Birta þér kvaðningu.“ Elísabet: „Kvaðningu hvað?“ Lögreglumaður: „Þú átt að mæta í skýrslutöku.“ Elísabet forvitnaðist þá um ástæður þess af hverju hún átti að mæta í skýrslutöku. Hvöttu lögreglumenn hana þá til þess að hafa samband við lögreglumanninn sem færi með rannsókn málsins. Sagði hún þá lögreglumennirnir yrðu að banka aftur þegar þeir væru búnir að komast að því af hverju væri verið að boða hana til skýrslutöku. Má því næst heyra hurð vera lokað. Lögreglumennirnir koma síðan aftur síðar og segja að málið varði brot á sóttvarnarlögum, nánar tiltekið brot á skyldu fólks að sæta sóttkví við heimkomu. Heyra má samskipti Elísabetar og lögreglumannanna í spilurunum hér að neðan. Klippa: Lögreglumenn boða Elísabetu í skýrslutöku í beinni útsendingu - Fyrri hluti Klippa: Boðuð í skýrslutöku til lögreglu í beinni útsendingu í Harmageddon - Seinni hluti Afskipti lögreglu af henni í dag í beinni útsendingu er staðfesting þess efnis að lögregla hafi mál hennar til rannsóknar. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Harmageddon Tengdar fréttir Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52 Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Mál Elísabetar, sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda, hefur vakið talsverða athygli eftir að hún kom til landsins á föstudaginn frá Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 daginn eftir. Fréttastofa greindi frá því fyrir um helgina að mál hennar væri komið inn á borð lögreglu. Í viðtalinu má heyra þegar lögreglumenn banka heima hjá henni og boða hana til skýrslutöku vegna máls sem lögreglan hefur til rannsóknar. Elísabet: „Hvað eruð þið að gera?“ Lögreglumaður: „Birta þér kvaðningu.“ Elísabet: „Kvaðningu hvað?“ Lögreglumaður: „Þú átt að mæta í skýrslutöku.“ Elísabet forvitnaðist þá um ástæður þess af hverju hún átti að mæta í skýrslutöku. Hvöttu lögreglumenn hana þá til þess að hafa samband við lögreglumanninn sem færi með rannsókn málsins. Sagði hún þá lögreglumennirnir yrðu að banka aftur þegar þeir væru búnir að komast að því af hverju væri verið að boða hana til skýrslutöku. Má því næst heyra hurð vera lokað. Lögreglumennirnir koma síðan aftur síðar og segja að málið varði brot á sóttvarnarlögum, nánar tiltekið brot á skyldu fólks að sæta sóttkví við heimkomu. Heyra má samskipti Elísabetar og lögreglumannanna í spilurunum hér að neðan. Klippa: Lögreglumenn boða Elísabetu í skýrslutöku í beinni útsendingu - Fyrri hluti Klippa: Boðuð í skýrslutöku til lögreglu í beinni útsendingu í Harmageddon - Seinni hluti Afskipti lögreglu af henni í dag í beinni útsendingu er staðfesting þess efnis að lögregla hafi mál hennar til rannsóknar. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Harmageddon Tengdar fréttir Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52 Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52
Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32