Neikvæð áhrif hálendisþjóðgarðs á ferðaþjónustu Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 9. desember 2020 09:30 Í umræðu um stofnun hálendisþjóðgarðs er mikið rætt um ávinning af stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu og aðdráttarafl hans fyrir ferðaþjónustu. Þá hefur það einnig verið látið í veðri vaka að stofnun hálendisþjóðgarðs sé grundvöllur þess að koma ferðaþjónustunni í gang hér á landi eftir Covid. Þetta er að mati greinarhöfundar gamaldags viðhorf og lýsir skorti á skilningi á þörfum og hvötum þeirra ferðamanna sem hingað koma. Sanngildið Þegar kemur að ferðaþjónustu er sanngildi eða eins og hugtakið kallast á ensku authenticity það verðmætasta fyrir Ísland sem áfangastað. Stórbrotna íslenska náttúru frá fjöru til fjalla þarf ekki að pakka inn með slaufu og rétta ferðamönnum með þjóðgarðsmerkinu „specially designed formula for you…and everybody else as well“ Rétt er að benda á að umræða um neikvæð áhrif ferðaþjónustu á þjóðgarða er sífellt að aukast og er orðið alþjóðlegt vandamál. Þjóðgarðar í öllum löndum og heimsálfur glíma við þessi mál og leita leiða til að lágmarka áhrif þeirra. Lönd eins og England og Kanada eru að reyna snúa við áhrifum sem ferðamenn hafa á náttúrulega varðveitt svæði. Með vaxandi fjölda gesta á ákveðin svæði verður mannfjöldi aðal vandamálið. Því hefur meðal annars verið haldið fram að ef ekki verið breyting eða viðsnúningur á þessu muni margir þjóðgarðar heims loka og eða þjóðgarðar hætta að vera til eins og við þekkjum þá í dag. Sönn, upprunaleg og raunveruleg náttúra Aðal ástæða þess að fólk velur að upplifa náttúruna er til að komast „burt“ frá því venjulega. Mikil breyting og þróun hefur orðið á möguleikum fólks til að ferðast síðustu 40 ár. Tækifæri fólks til að ferðast og lífsmynstur hefur tekið miklum breytingum frá því að farið var að markaðssetja ferðaþjónustu fyrst og þjóðgarðar voru vinsælir áfangastaðirnir. Tækni hefur gjörbylt persónulegum samskiptum og framleitt þekkingarsamfélag á heimsvísu. Ferðalög og internetið hafa skilað nýjum gildum og vitund um nýjar hugmyndir og áfangastaði. Hvati þeirra sem ferðast á „afskekkta“ staði eins og Ísland einkennist að miklu leita af löngun til að nálgast upplifun sem er sönn, upprunaleg og raunveruleg. Ekki sérhönnuð, og aðlöguð að fjöldanum. Flest fólk sem hingað kemur hefur mikla reynslu af því að ferðast. Ferðamenn sem eru oft menntaðir og eru meðvitaðir um umhverfi sitt. Þeir sækjast eftir ákveðinni tegund af lífsgæðum og löngun eftir raunverulegri einstakri upplifun, þar sem einstaklingurinn sjálfur er kjarninn. Tengt við þróun aukins auðs og munaðar hefur verið breyting í átt að einstaklingshyggju þar sem neytandinn leitar að vörum og þjónustu sem fullnægir þörfum hvers og eins. Gamaldags hugmyndafræði þjóðgarða Ferðamenn vilja ekki láta ramma sig inn í box og láta vísa sér veginn í átt að sérhönnuðum stöðum þar sem „allir“ eiga að fara á. Mikilvægt er að skilja þörf einstaklingsins til að fá dýpri merkingu og virði í upplifun sína. Ferðamenn leita nýrra merkinga og upplifun byggða á skynjun. Ákvarðanir ferðamanna sem hingað koma ákvarðast af því hve sanna og raunverulega þeir skynja vöruna, þjónustuna og náttúruna. Ferðaþjónustan í dag, hvort sem það er hér á landi eða annarstaðar þarf ekki á vörumerkinu „þjóðgarður“ að halda. Þjóðgarða hugmyndin sem drifkraftur efnahagslegs ábata er gamaldags hugmyndafræði og lítur í raun sömu lögmálum og Disney World í huga einstaklingsins sem leitar að því einstaka og sanna. Að mati greinarhöfundar er það illa ígrunduð ákvörðun og tímaskekkja að líta sem svo á að stofnun hálendisþjóðgarð sé jákvæð viðbót við íslenska ferðaþjónustu og tæki til verndunar náttúru. Þvert á móti. Innviðir hafa verið byggðir upp allt í kringum landið og mikil fjárfesting hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á síðustu árum af frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja sem hafa lagt mikið til. Á þessa staði viljum við beina fólki, þar sem við getum veit þjónustu allt árið. Velta má fyrir sér hvort ráðherra leggi þetta ferðaþjónustuspil út til að beina kastljósinu frá hinum raunverulega hvata VG fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs sem er að koma í veg fyrir sjálfbæra orkunýtingu í landinu? Við þurfum ekki hálendisþjóðgarð til þess að taka faglega á móti ferðamönnum, aðrar og léttvægari aðgerðir duga til þess. Höfundur er ferðamálafræðingur og oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Ferðamennska á Íslandi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í umræðu um stofnun hálendisþjóðgarðs er mikið rætt um ávinning af stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu og aðdráttarafl hans fyrir ferðaþjónustu. Þá hefur það einnig verið látið í veðri vaka að stofnun hálendisþjóðgarðs sé grundvöllur þess að koma ferðaþjónustunni í gang hér á landi eftir Covid. Þetta er að mati greinarhöfundar gamaldags viðhorf og lýsir skorti á skilningi á þörfum og hvötum þeirra ferðamanna sem hingað koma. Sanngildið Þegar kemur að ferðaþjónustu er sanngildi eða eins og hugtakið kallast á ensku authenticity það verðmætasta fyrir Ísland sem áfangastað. Stórbrotna íslenska náttúru frá fjöru til fjalla þarf ekki að pakka inn með slaufu og rétta ferðamönnum með þjóðgarðsmerkinu „specially designed formula for you…and everybody else as well“ Rétt er að benda á að umræða um neikvæð áhrif ferðaþjónustu á þjóðgarða er sífellt að aukast og er orðið alþjóðlegt vandamál. Þjóðgarðar í öllum löndum og heimsálfur glíma við þessi mál og leita leiða til að lágmarka áhrif þeirra. Lönd eins og England og Kanada eru að reyna snúa við áhrifum sem ferðamenn hafa á náttúrulega varðveitt svæði. Með vaxandi fjölda gesta á ákveðin svæði verður mannfjöldi aðal vandamálið. Því hefur meðal annars verið haldið fram að ef ekki verið breyting eða viðsnúningur á þessu muni margir þjóðgarðar heims loka og eða þjóðgarðar hætta að vera til eins og við þekkjum þá í dag. Sönn, upprunaleg og raunveruleg náttúra Aðal ástæða þess að fólk velur að upplifa náttúruna er til að komast „burt“ frá því venjulega. Mikil breyting og þróun hefur orðið á möguleikum fólks til að ferðast síðustu 40 ár. Tækifæri fólks til að ferðast og lífsmynstur hefur tekið miklum breytingum frá því að farið var að markaðssetja ferðaþjónustu fyrst og þjóðgarðar voru vinsælir áfangastaðirnir. Tækni hefur gjörbylt persónulegum samskiptum og framleitt þekkingarsamfélag á heimsvísu. Ferðalög og internetið hafa skilað nýjum gildum og vitund um nýjar hugmyndir og áfangastaði. Hvati þeirra sem ferðast á „afskekkta“ staði eins og Ísland einkennist að miklu leita af löngun til að nálgast upplifun sem er sönn, upprunaleg og raunveruleg. Ekki sérhönnuð, og aðlöguð að fjöldanum. Flest fólk sem hingað kemur hefur mikla reynslu af því að ferðast. Ferðamenn sem eru oft menntaðir og eru meðvitaðir um umhverfi sitt. Þeir sækjast eftir ákveðinni tegund af lífsgæðum og löngun eftir raunverulegri einstakri upplifun, þar sem einstaklingurinn sjálfur er kjarninn. Tengt við þróun aukins auðs og munaðar hefur verið breyting í átt að einstaklingshyggju þar sem neytandinn leitar að vörum og þjónustu sem fullnægir þörfum hvers og eins. Gamaldags hugmyndafræði þjóðgarða Ferðamenn vilja ekki láta ramma sig inn í box og láta vísa sér veginn í átt að sérhönnuðum stöðum þar sem „allir“ eiga að fara á. Mikilvægt er að skilja þörf einstaklingsins til að fá dýpri merkingu og virði í upplifun sína. Ferðamenn leita nýrra merkinga og upplifun byggða á skynjun. Ákvarðanir ferðamanna sem hingað koma ákvarðast af því hve sanna og raunverulega þeir skynja vöruna, þjónustuna og náttúruna. Ferðaþjónustan í dag, hvort sem það er hér á landi eða annarstaðar þarf ekki á vörumerkinu „þjóðgarður“ að halda. Þjóðgarða hugmyndin sem drifkraftur efnahagslegs ábata er gamaldags hugmyndafræði og lítur í raun sömu lögmálum og Disney World í huga einstaklingsins sem leitar að því einstaka og sanna. Að mati greinarhöfundar er það illa ígrunduð ákvörðun og tímaskekkja að líta sem svo á að stofnun hálendisþjóðgarð sé jákvæð viðbót við íslenska ferðaþjónustu og tæki til verndunar náttúru. Þvert á móti. Innviðir hafa verið byggðir upp allt í kringum landið og mikil fjárfesting hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á síðustu árum af frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja sem hafa lagt mikið til. Á þessa staði viljum við beina fólki, þar sem við getum veit þjónustu allt árið. Velta má fyrir sér hvort ráðherra leggi þetta ferðaþjónustuspil út til að beina kastljósinu frá hinum raunverulega hvata VG fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs sem er að koma í veg fyrir sjálfbæra orkunýtingu í landinu? Við þurfum ekki hálendisþjóðgarð til þess að taka faglega á móti ferðamönnum, aðrar og léttvægari aðgerðir duga til þess. Höfundur er ferðamálafræðingur og oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun