Hvað eru sérfræðingar í málefnum barna að sýsla? Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 8. desember 2020 11:30 Undirritaður hefur starfað að því að sinna fólki í vanda með einum eða öðrum hætti í 20 ár og byggir á sex ára háskólanámi í félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, handleiðslu auk sáttamiðlunar. Undirritaður starfar sem, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vinnu á viðtalsstofu utan dagvinnu. Undirritaður býr á Akureyri en sinnir þessari þjónustu Sýslumanns, ásamt samstarfsfólki um allt land. Oft er ferðast um langan veg í mismunandi færð og veðri, enda trú á að unnið sé til gagns þar sem að allt landið þarf sömu gæði í þjónustu í þessum málaflokki en skortur er á fagfólki. Undirritaður er oftast einn á ferð í krefjandi aðstæðum enda er það bara í draumheimum að tveir sérfræðingar fari saman um landið og aðstoði hvorn annan við að veita þessa vandasömu þjónustu í flóknum málum. Þó tíðkast þau vinnubrögð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Undirritaður er einn þeirra sex sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna sem starfa á landsvísu og standa í þeim sporum að miðla málum milli foreldra sem eru ósáttir við hvort annað, sjálfan sig og oft á tíðum kerfið. Þá hefur undirritaður ekki tölu á þeim börnum sem hann hefur rætt við í störfum sínum á vegum Sýslumanns, til að fá fram afstöðu þeirra og sjónarmið af nærgætni og skilningi þegar þau eru aðþrengd í tilfinningaklemmu í þessum erfiðu málum. Undirritaður er einnig í því hlutverki að meta hvort og þá hvaða umgengni eigi að fara fram en þá er um að ræða allra viðkvæmustu, flóknustu og erfiðustu málin, þar sem foreldri óskar eftir ákvörðun annarra um umgengni við barn sitt. Undirritaður sinnir eftirliti með umgengni. Í þeim aðstæðum þarf að fylgjast með hvernig barn umgengst foreldri sitt og grípa inn í þegar þörf krefur og oft á tíðum að hafa hemil á fullorðna fólkinu sem í hlut á. Undirritaður undrast framkomna tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum. Tillagan var sett var fram á Alþingi af nokkrum þingmönnum þann 6.október sl. Þar virðist eins og flutningsmenn tillögunnar hafi ekki kynnt sér málaflokkinn nema að takmörkuðu leyti, auk þess sem farið er með ýmsar rangfærslur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru jafnvel fallnar til þess að skaða þá þjónustu sem í boði er. Undirrituðum fallast hendur þegar þingmenn halda því fram að við sem störfum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni höfum ekki tilskilda menntun eða reynslu né kunnum til verka. Fátítt er að slíku sé haldið fram um fagfólk opinberrar þjónustu. Kröftum þessarra þingmanna væri betur varið í að setja fram uppbyggilegar framfarahugmyndir og beita sér fyrir úrbótum í fjársveltri þjónustu, meðal annars með fjölgun stöðugilda og þróun úrræða. Undirritaður hefði viljað sjá dómsmálaráðherra standa við hlið félags-og barnamálaráðherra þegar hann lagði fram frumvarp til laga þann 30. nóvember sl. um tímamótabreytingar um samþættingu þjónustu í þágu barna. Undirritaður tekur þátt í átaksvinnu hjá Sýslumanni sem nú stendur yfir til að stytta biðlista eftir framgangi mála í fjölskyldumálum. Undirritaður telur það ekki eftir sér enda alinn upp við að neita aldrei vinnu og og axla ábyrgð jafnvel í óviðunandi aðstæðum. Undirritaður telur að sjaldan sé tekið á grunnvanda þessa málaflokks. Sem fyrr segir, þarf aukið fjarmagn bæði til að fá fleira fagfólk til að sinna þjónustunni og til að vinna að þróunarverkefnum til fjölbreyttari úrræða. Eins og málum er nú háttað er vaxandi hætta á atgervisflótta frá starfseminni eða kulnun meðal fagfólksins. Undirritaður er sammála því að alltof löng bið sé eftir sáttameðferð og annarri þjónustu í fjölskyldumálum hjá sýslumanni. Við sem stöndum í auga stormsins erum sífellt að leita leiða til að gera betur og ná athygli ráðamanna og þeirra sem stjórna flæði fjármagns til opinberrar þjónustu. Það ætlunarverk gengur illa og oftast er svarað um hæl: „getið þið ekki hlaupið hraðar fyrir sama pening?“ Undirritaður vill hvetja til hugarfarsbreytingar gagnvart fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Stjórnvöld þurfa að gera þessum málaflokki jafn hátt undir höfði og öðrum málaflokkum sem tengjast börnum. Fjölmiðlar þurfa í auknum mæli að fjalla á jákvæðan hátt um þessa þjónustu í stað þess að segja sögur einstaklinga sem telja sig hlunnfarna í kerfinu. Bak við þessa einstaklinga eru börn sem þjást og þurfa vernd. Þau eiga betra skilið en niðurlægjandi umfjöllun í opinberri umræðu. Undirritaður er þeirrar skoðunar að fagfólk sem starfar við fjölskyldumál hjá Sýslumanni geti bætt starfshætti sína líkt og á við um önnur fagleg störf. Til þess að svo megi verða er síst þörf á neikvæðri og órökstuddri gagnrýni frá þingmönnum, heldur öllu frekar stuðningi ábyrgra yfirvalda til að endurskoða starfsrammann og miðla fagfólki þannig aukna hvatningu og meðbyr, til að mæta áskorunum í krefjandi verkefnum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Höfundur er sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur starfað að því að sinna fólki í vanda með einum eða öðrum hætti í 20 ár og byggir á sex ára háskólanámi í félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, handleiðslu auk sáttamiðlunar. Undirritaður starfar sem, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að vinnu á viðtalsstofu utan dagvinnu. Undirritaður býr á Akureyri en sinnir þessari þjónustu Sýslumanns, ásamt samstarfsfólki um allt land. Oft er ferðast um langan veg í mismunandi færð og veðri, enda trú á að unnið sé til gagns þar sem að allt landið þarf sömu gæði í þjónustu í þessum málaflokki en skortur er á fagfólki. Undirritaður er oftast einn á ferð í krefjandi aðstæðum enda er það bara í draumheimum að tveir sérfræðingar fari saman um landið og aðstoði hvorn annan við að veita þessa vandasömu þjónustu í flóknum málum. Þó tíðkast þau vinnubrögð í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Undirritaður er einn þeirra sex sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna sem starfa á landsvísu og standa í þeim sporum að miðla málum milli foreldra sem eru ósáttir við hvort annað, sjálfan sig og oft á tíðum kerfið. Þá hefur undirritaður ekki tölu á þeim börnum sem hann hefur rætt við í störfum sínum á vegum Sýslumanns, til að fá fram afstöðu þeirra og sjónarmið af nærgætni og skilningi þegar þau eru aðþrengd í tilfinningaklemmu í þessum erfiðu málum. Undirritaður er einnig í því hlutverki að meta hvort og þá hvaða umgengni eigi að fara fram en þá er um að ræða allra viðkvæmustu, flóknustu og erfiðustu málin, þar sem foreldri óskar eftir ákvörðun annarra um umgengni við barn sitt. Undirritaður sinnir eftirliti með umgengni. Í þeim aðstæðum þarf að fylgjast með hvernig barn umgengst foreldri sitt og grípa inn í þegar þörf krefur og oft á tíðum að hafa hemil á fullorðna fólkinu sem í hlut á. Undirritaður undrast framkomna tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum. Tillagan var sett var fram á Alþingi af nokkrum þingmönnum þann 6.október sl. Þar virðist eins og flutningsmenn tillögunnar hafi ekki kynnt sér málaflokkinn nema að takmörkuðu leyti, auk þess sem farið er með ýmsar rangfærslur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru jafnvel fallnar til þess að skaða þá þjónustu sem í boði er. Undirrituðum fallast hendur þegar þingmenn halda því fram að við sem störfum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni höfum ekki tilskilda menntun eða reynslu né kunnum til verka. Fátítt er að slíku sé haldið fram um fagfólk opinberrar þjónustu. Kröftum þessarra þingmanna væri betur varið í að setja fram uppbyggilegar framfarahugmyndir og beita sér fyrir úrbótum í fjársveltri þjónustu, meðal annars með fjölgun stöðugilda og þróun úrræða. Undirritaður hefði viljað sjá dómsmálaráðherra standa við hlið félags-og barnamálaráðherra þegar hann lagði fram frumvarp til laga þann 30. nóvember sl. um tímamótabreytingar um samþættingu þjónustu í þágu barna. Undirritaður tekur þátt í átaksvinnu hjá Sýslumanni sem nú stendur yfir til að stytta biðlista eftir framgangi mála í fjölskyldumálum. Undirritaður telur það ekki eftir sér enda alinn upp við að neita aldrei vinnu og og axla ábyrgð jafnvel í óviðunandi aðstæðum. Undirritaður telur að sjaldan sé tekið á grunnvanda þessa málaflokks. Sem fyrr segir, þarf aukið fjarmagn bæði til að fá fleira fagfólk til að sinna þjónustunni og til að vinna að þróunarverkefnum til fjölbreyttari úrræða. Eins og málum er nú háttað er vaxandi hætta á atgervisflótta frá starfseminni eða kulnun meðal fagfólksins. Undirritaður er sammála því að alltof löng bið sé eftir sáttameðferð og annarri þjónustu í fjölskyldumálum hjá sýslumanni. Við sem stöndum í auga stormsins erum sífellt að leita leiða til að gera betur og ná athygli ráðamanna og þeirra sem stjórna flæði fjármagns til opinberrar þjónustu. Það ætlunarverk gengur illa og oftast er svarað um hæl: „getið þið ekki hlaupið hraðar fyrir sama pening?“ Undirritaður vill hvetja til hugarfarsbreytingar gagnvart fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Stjórnvöld þurfa að gera þessum málaflokki jafn hátt undir höfði og öðrum málaflokkum sem tengjast börnum. Fjölmiðlar þurfa í auknum mæli að fjalla á jákvæðan hátt um þessa þjónustu í stað þess að segja sögur einstaklinga sem telja sig hlunnfarna í kerfinu. Bak við þessa einstaklinga eru börn sem þjást og þurfa vernd. Þau eiga betra skilið en niðurlægjandi umfjöllun í opinberri umræðu. Undirritaður er þeirrar skoðunar að fagfólk sem starfar við fjölskyldumál hjá Sýslumanni geti bætt starfshætti sína líkt og á við um önnur fagleg störf. Til þess að svo megi verða er síst þörf á neikvæðri og órökstuddri gagnrýni frá þingmönnum, heldur öllu frekar stuðningi ábyrgra yfirvalda til að endurskoða starfsrammann og miðla fagfólki þannig aukna hvatningu og meðbyr, til að mæta áskorunum í krefjandi verkefnum í fjölskyldumálum hjá Sýslumanni. Höfundur er sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun