Gæðastarf í skólum Akureyrar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 26. nóvember 2020 16:40 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar