Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Ragna Björg Guðbrandsdóttir verkefnastýra Bjarkarhlíðar hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun í þessu árferði. Stöð2 Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira