Barnasáttmálinn brotinn - óþarfar aðgerðir á kynfærum barna Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 18:00 Dagur mannréttinda barna er í dag, 20. nóvember. Dagurinn er helgaður fræðslu um mannréttindi barna en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þennan dag fyrir 31 ári. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein í tilefni þessa dags um þá tímaskekkju sem umskurður drengja er og hvernig slíkar aðgerðir samræmast ekki Barnasáttmálanum. Á Íslandi eru óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna enn leyfðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og drengbörnum sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Ódæmigerð kyneinkenni (intersex) er meðal annars þegar einstaklingur fæðist með kynfæri, æxlunarfæri og/eða litningamynstur sem falla ekki að dæmigerðum skilgreiningum á karl- eða kvenkyni. Aðgerðir á drengbörnum með dæmigerð kyneinkenni (umskurður) er þegar forhúð er skorin af lim oftast á nýfæddu drengbarni með beittum hníf. Hins vegar var umskurður stúlkubarna gerður refsiverður árið 2005. Það sem er barninu fyrir bestu? Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns ásamt því að geta valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúðin er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Annað gildir hins vegar um læknisfræðilega óþarfan umskurð þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengabarna er fjarlægður af kynfærum þeirra. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja og geta því forsjáraðilar tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af til að mynda trúar- eða menningarlegum ástæðum en ákvörðun um það verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Hið sama gildir um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Ákvörðun um hvort framkvæma eigi aðgerð á þeirra kynfærum ætti vera þeirra. Nýlega lagði forsætisráðherra fram frumvarp til breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði. Frumvarpið tryggir sjálfsákvörðunarrétt barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) yfir eigin líkama. Um er að ræða mikilvægt og þarft framfaraskref sem ber að fagna. Hins vegar kemur fram í greinargerð frumvarpsins að það nái ekki til barna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Læknisfræðilega óþarfur umskurður drengbarna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni hefur því verið undanskilinn breytingartillögunni. Óþarfar aðgerðir á kynfærum barna eru tímaskekkja Íslendingar ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Ótækt er að forsjáraðilar barna hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Ég skora á Alþingi að banna öll læknisfræðileg óþörf inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Höfundur er laganemi og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag, 20. nóvember. Dagurinn er helgaður fræðslu um mannréttindi barna en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þennan dag fyrir 31 ári. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein í tilefni þessa dags um þá tímaskekkju sem umskurður drengja er og hvernig slíkar aðgerðir samræmast ekki Barnasáttmálanum. Á Íslandi eru óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna enn leyfðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og drengbörnum sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Ódæmigerð kyneinkenni (intersex) er meðal annars þegar einstaklingur fæðist með kynfæri, æxlunarfæri og/eða litningamynstur sem falla ekki að dæmigerðum skilgreiningum á karl- eða kvenkyni. Aðgerðir á drengbörnum með dæmigerð kyneinkenni (umskurður) er þegar forhúð er skorin af lim oftast á nýfæddu drengbarni með beittum hníf. Hins vegar var umskurður stúlkubarna gerður refsiverður árið 2005. Það sem er barninu fyrir bestu? Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns ásamt því að geta valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúðin er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Annað gildir hins vegar um læknisfræðilega óþarfan umskurð þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengabarna er fjarlægður af kynfærum þeirra. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja og geta því forsjáraðilar tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af til að mynda trúar- eða menningarlegum ástæðum en ákvörðun um það verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Hið sama gildir um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Ákvörðun um hvort framkvæma eigi aðgerð á þeirra kynfærum ætti vera þeirra. Nýlega lagði forsætisráðherra fram frumvarp til breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði. Frumvarpið tryggir sjálfsákvörðunarrétt barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) yfir eigin líkama. Um er að ræða mikilvægt og þarft framfaraskref sem ber að fagna. Hins vegar kemur fram í greinargerð frumvarpsins að það nái ekki til barna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Læknisfræðilega óþarfur umskurður drengbarna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni hefur því verið undanskilinn breytingartillögunni. Óþarfar aðgerðir á kynfærum barna eru tímaskekkja Íslendingar ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Ótækt er að forsjáraðilar barna hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Ég skora á Alþingi að banna öll læknisfræðileg óþörf inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Höfundur er laganemi og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun