Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 16:33 Svifriksmælar á Grensásvegi Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður. Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að það virðist hafa virkað því svifryksgildi hafi mælst muni lægri í dag. Gildi fíns svifryks hefur þó enn mælst hátt við Grensás. Borgaryfirvöld mæla með því að fólk skilji bíl eftir heima og fari til og frá vinnu og skóla með öðrum hætti ef það hafi kost á því. Þegar verst lét í gær mældist styrkur svonefnds PM10-svifryks 98 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Á öðrum mælistöðvum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Vesturbæjarlaug og á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar voru gildin rétt undir heilsuverndarmörkum. „Þegar þessar aðstæður skapast í borginni, alger froststilla, leggst mengunin frá morgunumferðinni eins og teppi yfir borgina,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar. Íhugi að halda börnum inni í leikskólum við umferðaræðar Svifryksmengun hefur áhrif á heilsu fólks, sérstaklega fyrir fólk sem undirliggjandi öndunarfæra- eða hjarta- og æðasjúkdóma. Umhverfisstofnun Evrópu rakti um hundrað ótímabær andlát á Íslandi til fínni svifryksmengunar í skýrslu sinni um loftgæði í álfunni árið 2015. Vísir hefur haft spurnir af því að börnum í að minnsta kosti einum leikskóla nálægt umferðaræð í borginni hafi verið haldið innandyra í gær vegna mengunarinnar. Svava segir að allar tilkynningar um loftgæði séu send dagmæðrum og stjórnendum leik- og grunnskóla en það sé í höndum stjórnendum á hverjum stað að ákveða hvort börnum sé haldið inni. Börn segir hún viðkvæmari fyrir svifryksmengun en fullorðnir. Þau andi örar og þau séu með minni lungu sem eru að þroskast. Stjórnendur leikskóla við umferðarþungar götur ættu því að íhuga að halda börnum inni við aðstæður eins og þær sem voru í gær. Borgin heldur ekki utan um tölfræði hvaða leik- eða grunnskólar halda börnum inni vegna mengunar eða hversu oft, að sögn Svövu. Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Negld dekk eyða malbikinu sérstaklega upp.Vísir/Vilhelm Færri á nöglum nú en síðustu ár Svava segir að mikið ryk hafi verið í borginni undanfarið. Auk umferðarryksins hafi ryk frá hálendinu borist yfir borgina fyrr í haust og þá hafi töluvert af salti fokið yfir hana með suðvestanroki sem gerði fyrir nokkrum vikum. Vegrykið sé þó stór hluti af menguninni. Í tilkynningu borgarinnar segir að talið sé víst að uppþyrlun ryks vegna bílaumferðar hafi verið ástæða mengunarinnar í gær. Rannsóknir á samsetningu svifryks hafi sýnt að malbiksagnir séu meira en helmingur svifryksagna. Nagladekk vega því þungt þegar kemur að sliti á götum. Færri aka nú um á nagladekkjum en áður samkvæmt talningu borgarinnar. Um 29,5% ökutækja reyndust á negldum dekkjum þegar það var kannað 11. nóvember. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 34,9% og 37,2% árið áður.
Umhverfismál Bílar Reykjavík Samgöngur Heilbrigðismál Nagladekk Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira