Skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 18:10 Pétur Pétursson var eðlilega frekar súr að leik loknum en mjög stoltur af leikmönnum sínum. Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vandaði ekki dómara dagsins kveðjurnar eftir grátlegt tap Vals í vítaspyrnukeppni gegn margföldum Skotlandsmeisturum Glasgow City. Lokatölur 1-1 þar sem mark Glasgow var vægast sagt umdeilt og Valur hefði átt að fá vítaspyrnu undir lok framlengingar. „Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu og komast ekki áfram en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur að leik loknum. „Miðað við seinni hluta þessa leiks, í síðari hálfleik og framlengingunni fannst mér við spila betur en þær. Fengum færi til að skora og ég skil ekki að senda svona dómara eins og var á þessum leik. Markið sem þær skora er brot, hún sleppir vítaspyrnu hérna undir lokin sem var alveg pjúra víti. Held það sé kominn tími til að senda alvöru dómara á svona leiki ef þeir ætla að hafa þetta svona áfram,“ bætti Pétur við. „Það fannst mér ekki, engan veginn. Engin af þeim raunar,“ sagði Pétur aðspurður hvort honum hefði dómari leiksins einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxin. „Stelpurnar eru að fara í landsliðsverkefni og vonum að það gangi vel hjá okkar stelpum. Við göngum stoltar frá borði eftir þennan leik. Er stoltur af því hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik miðað við aðstæður. Er bara mjög sáttur við þær að öllu leyti,“ sagði Pétur að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45 Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43 Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
Valur úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í vítaspyrnukeppni Valur er dottið úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Glasgow Celtic í vítaspyrnukeppni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 1-1 að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu. 18. nóvember 2020 16:45
Það er smá óbragð í munninum á manni Hallbera Guðný var frekar ósátt með dómara leiksins sem sleppti augljósu víti undir lok framlengingar ásamt því að leyfa vafasamt mark gestanna er Valur tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City í Meistaradeild Evrópu í dag. 18. nóvember 2020 17:43
Sjáðu mörkin, vítaspyrnukeppnina og atvikið umdeilda er Valur féll úr leik Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tapað gegn skoska liðinu Glasgow City í vítaspyrnukeppni í dag. 18. nóvember 2020 18:03