Gerður Kristný hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 16:20 Gerður Kristný. vísir/egill Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér. Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér.
„Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum.
Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira