Pólitísk ábyrgð og biðlistar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:17 Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun