Pólitísk ábyrgð og biðlistar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:17 Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar