Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 09:00 Félagarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og William Barr dómsmálaráðherra. Getty/Oliver Contreras-Pool William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira