Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2020 09:06 Mitch McConnell hefur leitt meirihluta repúblikana í öldungadeildinni undanfarin ár og mun líklega gera það áfram. AP/J. Scott Applewhite Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. Fyrir kosningarnar voru repúblikanar með 53 sæta meirihluta gegn 47 sæta minnihluta demókrata. Eins og staðan er núna eru flokkarnir öruggir með 48 sæti hvor en eftir á að tilkynna sigurvegara í kosningum í fjórum ríkjum. Alls þarf 51 sæti til þess að vera í meirihluta í öldungadeildinni eða 50 sæti ef fulltrúi sama flokks situr í Hvíta húsinu, þar sem varaforsetinn getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn í atkvæðagreiðslu í þinginu. Ef Joe Biden verður kjörinn forseti þurfa Demókratar því að bæta við sig tveimur sætum til þess að ná meirihluta, en þremur endi það með því að Donald Trump, sitjandi forseti, nái endurkjöri. Demókrötum tókst að velta sitjandi þingmönnum repúblikana úr sessi í Arizona og í Colorado en töpuðu sæti í Alabama. Meirihlutinn heldur einnig í fulltrúadeildinni Af þeim fjórum kosningum um öldungadeildasæti þar sem endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir leiða fulltrúar repúblikana í þremur, í Alaska, Georgíu og Norður-Karólínu. Fjórða sætið er einnig í Georgíu þar sem haldnar verða sérstakar aukakosningar um hver hreppir sætið, þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta atkvæða, líkt og reglur í Georgíu segja til um. Vonir Demókrata um að ná í 50 sæti velta einna nú helst á á því að frambjóðandi þeirra í þessum aukakosningum nái kjöri og að einnig þurfi að halda aukakosningar um hitt sætið í Georgíu, þar sem fulltrúi Repúblikana er nú með 50,1 prósent atkvæða þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. Einnig er útlit fyrir að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Þar hafa repúblikanar þó sótt á og bætt við sig sex sætum. Ekki er þó útlit fyrir að það muni hagga meirihluta demókrata í deildinin.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56