Stilla saman strengi sína gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2020 13:05 Mark Esper, Mike Pompeo, Rajnath Singh og Subrahmanyam Jaishankar ræddu við blaðamenn í dag. AP/Altaf Qadri Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína. Þetta sagði ráðherrann í Indlandi þar sem hann og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu með Subrahmanyam Jaishankar, utanríkisráðherra Indlands, og Rajnath Singh, varnarmálaráðherra, á árlegum fundi. Eftir fundinn var tilkynnt að skrifað hefði verið undir samkomulag um að ríkin deildu upplýsingum úr gervihnöttum og kortaupplýsingum, samkvæmt frétt Reuters. „Það er margt að gerast á meðan lýðræðisríkin okkar stilla saman strengi sína til að verja borgara okkar og hinn frjálsa heim,“ sagði Pompeo eftir fundinn. Hann sagði að leiðtogar ríkjanna tveggja og borgarar sæu sífellt betur að Kommúnistaflokkur Kína væri ekki vinur lýðræðis, laga, gagnsæis og annarra gilda lýðræðissamfélaga. Esper sagði að samkomulagið myndi auka samstarf herja Indlands og Bandaríkjanna Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum og það sama má segja um samband Indlands og Kína. Þá stefna Bandaríkin að því að selja Indverjum orrustuþotur og dróna. Pompeo hefur varið miklu púðri í að stappa stálinu í bandamenn Bandaríkjanna í Austur-Asíu og Kyrrahafinu og reyna að draga úr auknum áhrifum Kína en mikil spenna er á milli ríkjanna. Þá hefur komið til átaka á milli indverskra og kínverskra hermanna á landamærum ríkjanna. Tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum í sumar og hefur mikil spenna verið á landamærunum. Pompeo og Esper vottuðu þeim hermönnum virðingu sína í ferðinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fyrr í þessum mánuði buðu Indverjar Áströlum að taka þátt í árlegum flotaæfingum með Bandaríkjunum og Japan. Yfirvöld í Kína hafa gagnrýnt þessar æfingar og segja þær ógna friði á svæðinu. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði blaðamönnum í dag að Pompeo ætti að láta af kaldastríðshugarfari sínu. Bandaríkin Indland Kína Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína. Þetta sagði ráðherrann í Indlandi þar sem hann og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu með Subrahmanyam Jaishankar, utanríkisráðherra Indlands, og Rajnath Singh, varnarmálaráðherra, á árlegum fundi. Eftir fundinn var tilkynnt að skrifað hefði verið undir samkomulag um að ríkin deildu upplýsingum úr gervihnöttum og kortaupplýsingum, samkvæmt frétt Reuters. „Það er margt að gerast á meðan lýðræðisríkin okkar stilla saman strengi sína til að verja borgara okkar og hinn frjálsa heim,“ sagði Pompeo eftir fundinn. Hann sagði að leiðtogar ríkjanna tveggja og borgarar sæu sífellt betur að Kommúnistaflokkur Kína væri ekki vinur lýðræðis, laga, gagnsæis og annarra gilda lýðræðissamfélaga. Esper sagði að samkomulagið myndi auka samstarf herja Indlands og Bandaríkjanna Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum og það sama má segja um samband Indlands og Kína. Þá stefna Bandaríkin að því að selja Indverjum orrustuþotur og dróna. Pompeo hefur varið miklu púðri í að stappa stálinu í bandamenn Bandaríkjanna í Austur-Asíu og Kyrrahafinu og reyna að draga úr auknum áhrifum Kína en mikil spenna er á milli ríkjanna. Þá hefur komið til átaka á milli indverskra og kínverskra hermanna á landamærum ríkjanna. Tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum í sumar og hefur mikil spenna verið á landamærunum. Pompeo og Esper vottuðu þeim hermönnum virðingu sína í ferðinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fyrr í þessum mánuði buðu Indverjar Áströlum að taka þátt í árlegum flotaæfingum með Bandaríkjunum og Japan. Yfirvöld í Kína hafa gagnrýnt þessar æfingar og segja þær ógna friði á svæðinu. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði blaðamönnum í dag að Pompeo ætti að láta af kaldastríðshugarfari sínu.
Bandaríkin Indland Kína Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira