John Lennon hefði orðið áttræður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2020 12:05 Feðgarnir John og Sean og Yoko fyrir utan Dakota bygginguna þar sem fjölskyldan bjó í New York. Getty/Vinnie Zuffante/Michael Ochs Archives John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum. Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum.
Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira