Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 7. október 2020 07:00 Frá viðburðinum í Rósagarðinum 26. september. Fjöldi manns kom þar saman vegna tilnefningar Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara og er talið að rekja megi hópsmitið í Hvíta húsinu til viðburðarins. Getty/Jabin Botsford Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira