Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:26 Efnavopnastofunin í Haag í Hollandi tók sín eigin sýni úr Navalní og greindi þau. Niðurstaðan var sú sama og Þjóðverjar, Frakkar og Svíar komust að: eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum sem taugeitrinu novichok. Vísir/EPA Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury. Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Efnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. Sérfræðingar OPCW greindu sjálfir sýni sem þeir tóku úr Navalní, sem veiktist hastarlega um borð í flugvél í Rússland í ágúst. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við rannsóknir Þjóðverja, Frakka og Svía um að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Fernando Arias, framkvæmdastjóri OPCW, segir niðurstöðurnar alvarlegt áhyggjuefni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við yfirlýsingu stofnunarinnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sagði ríkisstjórn sína þurfa að fara yfir skýrsluna áður. Rússar hafa áður þvertekið fyrir að hafa komið nálægt veikindum Navalní og hafa ekki talið ástæðu til þess að rannsaka þau sem sakamál. „Þetta staðfestir enn og aftur ótvírætt að Alexei Navalní var fórnarlamb árásar með taugaeiturefni úr novichok-hópnum,“ sagði Steffen Seibert talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um niðurstöður OPCW. Navalní veiktist 20. ágúst og féll í dá. Í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna. Þar dvaldi hann í um mánuð áður en hann var útskrifaður. Navalní segir sjálfur að Pútín forseti hafi látið eitra fyrir sér vegna þingkosninga í Rússlandi. Hann hefur verið einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands undanfarin ár. Bresk stjórnvöld sökuðu ríkisstjórn Pútín um að nota novichok til að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Nicola Stewart, aðstoðarfastafulltrúi Breta hjá OPCW, harmaði í dag að efnavopnið hefði aftur verið notað. „Við erum hneyksluð að þetta skuli endurtekið annars staðar í heiminum,“ sagði Stewart. Bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar taugaeitursins sem rússneskir útsendarar skildu eftir sig í Salisbury.
Sameinuðu þjóðirnar Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36