Björgunarhringnum kastað Árni Steinn Viggósson skrifar 6. október 2020 08:02 Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar