Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 16:02 McEnany ræddi grímulaus við blaðamenn við Hvíta húsið í gær. Hún er nú smituð af veirunni. AP/Jacquelyn Martin Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira
Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira
Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46