Menntun, þroski og COVID Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 1. október 2020 11:31 Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar