Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 22:17 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump greiddi aðeins 750 dollara í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þetta kemur fram í gögnum sem New York Times hefur undir höndum um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Gögnin, sem fjölmiðlar vestan hafs hafa kallað eftir í lengri tíma, ná yfir meira en tvo áratugi og eiga meðal annars að sýna fram á að forsetinn hafi ekki alltaf staðið skil á sínu. Miðað við gengi dagsins í dag eru 750 dollarar það um 104.000 íslenskar krónur. Árið eftir fullyrðir NYT síðan að forsetinn hafi greitt aðra 750 dollara í tekjuskatt til ríkisins. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Hefur gengist í ábyrgð fyrir miklum skuldum NYT segir þá frá yfirvofandi fjárhagskröggum forsetans. Þær felast í skuldum upp á hundruð milljóna dollara sem hann hefur persónulega gengist í ábyrgð fyrir og að nú styttist í niðurstöðu í máli Skattstofu Bandaríkjanna (IRS), vegna skattaendurgreiðslu upp á 72,9 milljónir dollara sem Trump sóttist eftir, og fékk, vegna taps sem hann gaf upp við skattinn. Fari svo að niðurstaða í málinu verði á þann veg að Trump hafi ekki átt rétt á endurgreiðslunni gæti hann þurft að reiða fram meira en 100 milljónir dollara. Draga upp frábrugðna mynd af forsetanum Gögnin sem NYT hafa undir höndum lýsa ekki viðskiptamanninum klóka sem Trump gefur sig út fyrir að vera, og margir hafa tekið undir. Heldur lýsa þau viðskiptamanni sem á hverju ári fær inn til sín hundruð milljóna dollara en gefur upp mikið tap, að því er virðist til þess að forðast að þurfa að greiða skatta. NYT segir forsetann nú í auknu mæli þurfa að reiða sig á tekjur í gegn um fyrirtæki hvers hagsmunir samrýmast ekki starfi Trumps sem forseti. Gögnin sem NYT hafa undir ná mörg ár aftur í tímann, og taka til skattskýrslna forsetans persónulega en einnig fyrirtækja sem hafa verið í hans eigu. Þau taka meðal annars til ársins sem hann varð forseti og fyrsta árs hans í embætti, en ekki 2018 og 2019 og byggja á því sem forsetinn hefur gefið upp til skatts en eru ekki niðurstaða sjálfstæðrar skattrannsóknar. Segja gögnin byggja á rangfærslum NYT greinir þá frá því að í svari við bréfi frá blaðinu, þar sem gögnin og efni þeirra voru tíundið, hafi Alan Garten, lögmaður fyrir Trump-samsteypuna, sagt að „flest, ef ekki allt“ sem fram kæmi í umfjölluninni væri ónákvæmt. Óskaði hann jafnframt eftir afriti af gögnunum sem umfjöllunin byggði á. NYT varð ekki við þeirri beiðni til þess að vernda heimildamenn sína. „Á síðastliðnum áratug hefur Trump forseti greitt tugi milljóna dollara í skatta, persónulega, til ríkisins, og eru þar meðtaldar milljónir sem hann greiddi í skatt eftir að hann tilkynnti um framboð sitt árið 2015,“ sagði meðal annars í svarinu frá Garten. NYT bendir hins vegar á að með þessu eigi Garten við fleira en bara alríkistekjuskatt, meðal annars sjúkratryggingu og almannatryggingar, auk skatta fyrir starfsfólk sitt. Trump sjálfur var spurður út í umfjöllunina á fréttamannafundi í dag. Þar sagði hann að um falsfréttir væri að ræða, en hann hefur aldrei gefið upp skattskýrslur sínar sjálfur til þess að sýna fram á að ítrekaðar ásakanir um skattsvik væru ósannar. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 NYT hefur boðað ítarlega umfjöllun um gögnin og þýðingu þeirra á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump greiddi aðeins 750 dollara í alríkistekjuskatt árið 2016, þegar hann náði kjöri til embættis forseta. Þetta kemur fram í gögnum sem New York Times hefur undir höndum um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Gögnin, sem fjölmiðlar vestan hafs hafa kallað eftir í lengri tíma, ná yfir meira en tvo áratugi og eiga meðal annars að sýna fram á að forsetinn hafi ekki alltaf staðið skil á sínu. Miðað við gengi dagsins í dag eru 750 dollarar það um 104.000 íslenskar krónur. Árið eftir fullyrðir NYT síðan að forsetinn hafi greitt aðra 750 dollara í tekjuskatt til ríkisins. Þá er greint frá því að tíu af síðustu fimmtán árum hafi Trump ekki greitt neinn tekjuskatt, þar sem upplýsingar sem hann gaf upp til skattsins bentu til þess að hann tapaði meiru en hann þénaði. Hefur gengist í ábyrgð fyrir miklum skuldum NYT segir þá frá yfirvofandi fjárhagskröggum forsetans. Þær felast í skuldum upp á hundruð milljóna dollara sem hann hefur persónulega gengist í ábyrgð fyrir og að nú styttist í niðurstöðu í máli Skattstofu Bandaríkjanna (IRS), vegna skattaendurgreiðslu upp á 72,9 milljónir dollara sem Trump sóttist eftir, og fékk, vegna taps sem hann gaf upp við skattinn. Fari svo að niðurstaða í málinu verði á þann veg að Trump hafi ekki átt rétt á endurgreiðslunni gæti hann þurft að reiða fram meira en 100 milljónir dollara. Draga upp frábrugðna mynd af forsetanum Gögnin sem NYT hafa undir höndum lýsa ekki viðskiptamanninum klóka sem Trump gefur sig út fyrir að vera, og margir hafa tekið undir. Heldur lýsa þau viðskiptamanni sem á hverju ári fær inn til sín hundruð milljóna dollara en gefur upp mikið tap, að því er virðist til þess að forðast að þurfa að greiða skatta. NYT segir forsetann nú í auknu mæli þurfa að reiða sig á tekjur í gegn um fyrirtæki hvers hagsmunir samrýmast ekki starfi Trumps sem forseti. Gögnin sem NYT hafa undir ná mörg ár aftur í tímann, og taka til skattskýrslna forsetans persónulega en einnig fyrirtækja sem hafa verið í hans eigu. Þau taka meðal annars til ársins sem hann varð forseti og fyrsta árs hans í embætti, en ekki 2018 og 2019 og byggja á því sem forsetinn hefur gefið upp til skatts en eru ekki niðurstaða sjálfstæðrar skattrannsóknar. Segja gögnin byggja á rangfærslum NYT greinir þá frá því að í svari við bréfi frá blaðinu, þar sem gögnin og efni þeirra voru tíundið, hafi Alan Garten, lögmaður fyrir Trump-samsteypuna, sagt að „flest, ef ekki allt“ sem fram kæmi í umfjölluninni væri ónákvæmt. Óskaði hann jafnframt eftir afriti af gögnunum sem umfjöllunin byggði á. NYT varð ekki við þeirri beiðni til þess að vernda heimildamenn sína. „Á síðastliðnum áratug hefur Trump forseti greitt tugi milljóna dollara í skatta, persónulega, til ríkisins, og eru þar meðtaldar milljónir sem hann greiddi í skatt eftir að hann tilkynnti um framboð sitt árið 2015,“ sagði meðal annars í svarinu frá Garten. NYT bendir hins vegar á að með þessu eigi Garten við fleira en bara alríkistekjuskatt, meðal annars sjúkratryggingu og almannatryggingar, auk skatta fyrir starfsfólk sitt. Trump sjálfur var spurður út í umfjöllunina á fréttamannafundi í dag. Þar sagði hann að um falsfréttir væri að ræða, en hann hefur aldrei gefið upp skattskýrslur sínar sjálfur til þess að sýna fram á að ítrekaðar ásakanir um skattsvik væru ósannar. "It's fake news ... actually I paid tax ... it's under audit" -- Trump denies a New York Times report that he only paid $750 in federal income taxes in 2016 and '17, but doesn't present any evidence to the contrary pic.twitter.com/RkosMUQpES— Aaron Rupar (@atrupar) September 27, 2020 NYT hefur boðað ítarlega umfjöllun um gögnin og þýðingu þeirra á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira